fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Uppbyggingarsjóður EES í Slóvakíu auglýsir eftir umsóknum

Opnað hefur verið fyrir í flokknum viðskiptaþróun, nýsköpun og lítil og meðalstór fyrirtæki. Umsóknarfrestur er til og með 4. október 2021.

Markmið áætlunarinnar er að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki í þróun á nýjum og grænum tæknilausnum; gera núverandi viðskiptaferla umhverfisvænni og styðja við nýsköpun á sviði velferðartækni og tækni sem aðstoðar við fólk við að búa sem lengst á eigin heimili.

Heildarfjármagn tilvonandi úthlutunar er 5.415.882 evrur.

Skipting fjármagnsins er eftirfarandi:

  • 3.540.000 evrur fyrir græna iðnaðar nýsköpun
  • 1.875.822 evrur fyrir velferðartæknilausnir og tæknilausnir sem aðstoðar fólk við að búa sem lengst á eigin heimili og auka lífsgæði þeirra

Hámarksstærð verkefna er 2.000.000 evrur

Lágmarksstærð verkefna er 200.000 evrur

Nánari upplýsingar

Einnig er í boði smærri ferðastyrkir: Lesa um ferðastyrki

Uppbyggingarsjóði EES er ætlað að styrkja samstarf EES ríkjanna þriggja; Íslands, Liechtenstein og Noregs við 15 móttökuríki.

Bendum á Gagnagrunninn hjá Utanríkisráðuneytinu þar sem áhugasamir um möguleg samstarfsverkefni geta leitað styrkja í Uppbyggingarsjóð EES.

Ef þið/ykkar stofnun/fyrirtæki/félagasamtök hafið áhuga á að bætast við lista áhugasamra samstarfsaðila og setja upplýsingar um ykkur og mögulegar verkefnahugmyndir í grunninn,

Skráning