fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja – Úthlutun styrkja 2016

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur úthlutar styrkjum fyrir árið 2016. Sjóðurinn er byggður á samningi um Sóknaráætlun Suðurnesja fyrir árin 2015 – 2019, sem Atvinnu- og Nýsköpunarráðuneytið, Mennta- og Menningarmálaráðuneytið og Samband Sveitafélags Suðurnesjum hafa gert með sér.

Sjóðurinn hefur það markmið að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun Suðurnesja, með því að treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni svæðisins. Hlutverk Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni, auk annarra verkefna, er falla að Sóknaráætlun Suðurnesja.

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er samkeppnissjóður. Umsóknir eru metnar út frá markmiðum og áherslum sem fram koma í úthlutunarreglum sjóðsins. Umsóknir til Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja að þessu sinni voru 63 og hljóðuðu styrkbeiðnirnar upp á rúmar 127 milljónir króna. Að þessu sinni er úthlutað  45 milljónum til 35 verkefna:

  • Sjö verkefnanna flokkast undir stofn- og rekstrarstyrki til menningamála og hljóta þau verkefni alls 10,8 milljónir í styrk.
  • Fimmtán verkefnanna tilheyra menningarmálum og hljóta þau verkefni alls 13,3 milljónir í styrk.
  • Þrettán verkefnanna eru nýsköpunar- og þróunarverkefni og hljóta þau verkefni alls 20,9 milljónir í styrk.

Lista um styrkþega má finna neðst í viðhengi: