fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Vaxtarsamningur Suðurnesja – úthlutun og kynning verkefna

Þann 5. desember verður úthlutað úr Vaxtarsamningi Suðurnesja á opnum fundi þar sem kynnt verða nokkur þeirra verkefna sem hafa hlotið styrk úr sjóðnum undanfarin ár.Úthlutunin fer fram í Bíósal Duushúsa kl. 17:00 og eru allir velkomnir sem vilja kynna sér verkefni vaxtarsamnings og áhugaverð sprotaverkefni.Iðnaðarráðherra Ragnheiður Elín Árnadóttir flytur ávarp. Aðrir ræðumenn eru Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í Grindavík, Guðmundur Bjarni Sigurðsson framkvæmdastjóri Kosmos&Kaos og Tómas Young skipuleggjandi ATP á Íslandi.Sýnd verða viðtöl við frumkvöðla og fjallað um verkefni þeirra sem öll hafa hlotið styrk úr Vaxtarsamningi Suðurnesja.