Vefstofur um nýsköpun í dreifðum byggðum
Estofmoon bjóða á vefstofur um nýsköpun í dreifðum byggðum í mars og eru allir velkomnir.
Vefstofurnar skoða nýsköpun í dreifðum byggðum frá sjónarhorni þriggja þátttakenda; háskóla, sveitarfélaga og skapandi samfélaga.
Markmiðið er að skapa samtal þvert á geira um hvernig megi rækta vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum. Þar sem spurt er:
- Hvernig getur nýsköpun í dreifðum byggðum verið valkostur við borgir?
- Hvernig mun nýsköpun breyta framtíð íslenskra landsbyggða?
- Hvernig getur nýsköpun í dreifðum byggðum breytt framtíð heimsins?
Í vefstofunum verður skoðað hvað er mögulegt að gera?
Vefstofurnar fara fram á bæði íslensku og ensku. Ekkert gjald er tekið fyrir þátttöku.