fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Vel sóttur kynningarfundur um styrki og lán til kvenna

Vinnumálastofnun og Velferðarráðuneyti héltu kynningarfund í Reykjanesbæ í gær þar sem kynntir voru styrkir og lán til atvinnumála kvenna.Fundurinn var vel sóttur og sagði Ásdís Guðmundsdóttir verkefnastjóri frá því sem hafa þarf í huga við umsóknir um styrki og lán og kom fram að fjölga þyrfti umsóknum af landsbyggðinni. Einnig kynntu verkefnastjórar Vinnumálastofnunar í Reykjanesbæ vinnumarkaðsúrræði fyrir frumkvöðla.Til að sækja um þarf verkefnið að fela í sér ákveðin verkefni s.s. að vera í eigu konu eða kvenna og stjórnað af konu, verkefnið þarf að fela í sér nýnæmi eða nýsköpun og hugsað til framtíðar.Atvinnumál kvenna – styrkirAtvinnumál kvenna veitir styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar og gerðar markaðsáætlunar, þróunar vöru eða þjónustu, hönnunar og efniskostnaðar. Ennfremur geta konur sem hafa fullmótaða viðskiptaáætlun og hafa hug á því að stofna fyrirtæki á næstunni eða hafa stofnað fyrirtæki en ekki hafið rekstur, sótt um styrk til að koma henni í framkvæmd.
Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 35.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 3.000.000. Ekki eru veittir lægri styrkir en kr. 400.000.
Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar 2014 og skal sækja um rafrænt á vefsíðu verkefnisins en þar má jafnframt finna frekari upplýsingar.
Sjá nánar hér.Lánatryggingarsjóður kvennaSvanni – lánatryggingarsjóður kvenna veitir lánatryggingar til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir og er í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu.Einungis verkefni í meirihlutaeigu og stjórn kvenna geta sótt um lánatryggingu og er gerð krafa um að í verkefninu felist nýsköpun að einhverju marki. Einnig er gerð krafa um að líkur séu verulegar á að verkefnið leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna.Sjá nánar hér.