Vinnumarkaðsúrræði fyrir frumkvöðla
Vinnumálastofnun býður ýmiss úrræði sem tengjast frumkvöðlastarfi sem nýtast bæði einstaklingum og fyrirtækjum.1) Eigið frumkvöðlastarf (allt að sex mánuðir)Eigið frumkvöðlastarf er samstarfsverkefni milli Vinnumálastofnunar (VMST) og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (NMÍ) sem hefur það að markmiði að skapa störf fyrir fólk í atvinnuleit með fræðslu og handleiðslu við eigið frumkvöðlastarf. Allir atvinnuleitendur sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins og vilja vinna að eigin viðskiptahugmynd geta sótt um þátttöku í verkefninu. Þeir sem eru að ljúka bótatímabili sínu á árinu og eiga rétt á biðstyrk geta sótt um Eigið frumkvöðlastarf. Atvinnuleitendur sem falla undir skilyrði biðstyrks og óska eftir eigin frumkvöðlastarfi þurfa að sýna fram á nýnæmi hugmyndar.
Markmið
Að fólk í atvinnuleit skapi sér störf við eigin rekstur
Að veita atvinnuleitendum fræðslu um undirbúning, stofnun og rekstur fyrirtækja
Að styðja við atvinnuleitendur við að skapa sér eigin atvinnutækifæri
Forsendur fyrir þátttöku í verkefninu:
Að atvinnuleitandi sé tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins og eigi rétt á atvinnuleysisbótum.
Þeir sem eru að ljúka bótarétti og eiga rétt á biðstyrk geta einnig sótt um Eigið frumkvöðlastarf, svo framarlega sem þeir hafa sótt um biðstyrk.
Að atvinnuleitandi sé í virkri atvinnuleit og á skrá hjá Vinnumálastofnun þegar þátttaka í úrræði hefst
Að atvinnuleitandi skuldbindi sig til að vinna í fullu starfi að eigin viðskiptahugmynd í samræmi við umsókn/viðskiptaáætlun, hvort sem um er að ræða nýsköpunar- eða þróunarverkefni eða aðra sjálfstæða starfsemi
Að atvinnuleitandi kynni sér rekstur fyrirtækja á samningstímanum og þiggi ráðgjöf Nýsköpunarmiðstöðvar varðandi eigið frumkvöðlastarf
Að atvinnuleitandi skili inn verk- og tímaáætlun í byrjun tímabils eftir viðtal með ráðgjafa Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Að atvinnuleitandi sé í reglulegu sambandi við ráðgjafa Nýsköpunarmiðstöðvar á meðan unnið er að eigin viðskiptahugmynd, samkvæmt verk- og tímaáætlun, en þarf ekki að stunda virka atvinnuleit á meðan
Að atvinnuleitandi taki þátt í lokamati, sem tekur m.a. til vinnunnar í verkefninu og árangurs af þátttöku. Niðurstaðan verður send Vinnumálastofnun
Að atvinnuleitandi greini satt og rétt frá högum sínum. Rifta má samningi verði breyting á stöðu atvinnuleitanda eða ef ekki eru taldar líkur á að verkefnið skili tilætluðum árangri
Mikilvægt er að viðkomandi sinni verkefninu af heilindum með það að markmiði að skapa sér starf að verkefni loknu.
Þeir sem hafa lokið bótatímabili sínu, en hafa fengið verkefni samþykkt, geta lokið þeim miðað við upphaflega samþykkt.
FramkvæmdAtvinnuleitendur fylla út rafræna umsókn á vef NMÍ.
2) Starfsorka (allt að sex mánuðir)MarkmiðMarkmið átaksverkefnisins starfsorku er að auðvelda fyrirtækjum að ráða fólk í atvinnuleit, til að:
styðja við nýsköpun og þróun í fyrirtækjum
koma á tengslum milli atvinnuleitenda og fyrirtækja
styðja við frumkvöðla með hugmyndir um nýsköpun
styðja við atvinnuleitendur og auðvelda þeim leit að störfum
Forsendur fyrir þáttöku í verkefninu er að:
um starfandi fyrirtæki sé að ræða og velta síðasta árs sé fimm milljónir eða meira
eitt eða fleiri stöðugildi séu nú þegar í fyrirtækinu
veruleg nýsköpun/þróun sé í því verkefni sem atvinnuleitandi er ráðinn til
atvinnuleitandi sé tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins og eigi rétt á atvinnuleysisbótum
atvinnuleitandi sé í virkri atvinnuleit og á skrá hjá Vinnumálastofnun
ráðning atvinnuleitandans feli í sér fjölgun starfsmanna hjá fyrirtækinu
verkefnið raski ekki samkeppni innanlands í viðkomandi starfsgreinum
SamningurStarfsorka byggir á þríhliða samningi milli Vinnumálastofnunar, fyrirtækis og atvinnuleitanda um ráðningu í störf sem lúta að nýsköpun og þróun og greiðslu atvinnuleysisbóta. Í samningunum samþykkir atvinnuleitandinn að Vinnumálastofnun greiði grunnatvinnuleysisbætur hans ásamt 8% mótframlagi í lífeyrissjóð beint til fyrirtækisins. Fyrirtækið skuldbindur sig til að ráða atvinnuleitanda sem er tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins við þróun nýrrar viðskiptahugmyndar í allt að sex mánuði og greiðir honum laun samkvæmt gildandi kjarasamningi. Vinnumálastofnun greiðir sem nemur fjárhæð þeirra atvinnuleysisbóta sem atvinnuleitandi á rétt á úr Atvinnuleysistryggingasjóði til fyrirtækisins auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð þann tíma.Eftir fimm mánuði getur fyrirtækið sótt um að framlengja samninginn um sex mánuði.
Á vef Impru á Nýsköpunarmiðstöð er umsóknarblað sem þátttakendur fylla út og senda rafrænt til Impru á Nýsköpunarmiðstöð.
3) Starfsþjálfun eða reynsluráðning (allt að sex mánuðir)MarkmiðMarkmiðið er að atvinnuleitandinn fái tækifæri til að þjálfa sig í þeirri starfsgrein sem fyrirtækið eða stofnunin starfar innan til að auka hæfni sína til slíkra starfa á vinnumarkaði enda sé hann reiðubúinn að ráða sig til framtíðarstarfa innan starfsgreinarinnar.
Skilyrðið er að ráðning atvinnuleitandans feli í sér aukningu á starfsmannafjölda fyrirtækis eða stofnunar. Taka hér úr reglugerðinni um að ekki megi segja upp starfsmanni til þessa að rýma fyrir þessum.
SamningurVinnumálastofnun er heimilt að gera samning við fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag um ráðningu atvinnuleitanda Vinnumálastofnun, fyrirtækið,stofnunin eða sveitarfélag og atvinnuleitandinn skulu undirrita samninginn um samþykki sitt.
Eftirfarandi reglur gilda um endurgreiðslu til stofnunar/fyrirtækis/sveitarfélags vegna starfstengdra vinnumarkaðsúrræða:
Hafi atvinnuleitandi fengið greiddar atvinnuleysisbætur skemur en 24 mánuði þegar samningur er gerður er stofnuninni heimilt að greiða styrk til atvinnurekanda sem nemur 50% af fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð.
Hafi atvinnuleitandi fengið greiddar atvinnuleysisbætur í 24 mánuði eða lengur gilda eftirfarandi reglur:
Verkefni sem ráðið er í frá 1. nóvember til og með 31. mars;
Endurgreiddar eru 100% grunnatvinnuleysistryggingabætur + 8% mótframlag í lífeyrissjóð til atvinnurekanda.
Verkefni sem ráðið verður í á tímabilinu 1. apríl til og með 31. maí og á tímabilinu 1. september 2013 – 31. október.
Endurgreiddar eru 90% af grunnatvinnuleysistryggingabótum + 8% mótframlag í lífeyrissjóð til atvinnurekanda.
Verkefni sem ráðið verður í frá og með 1. júní til 31. ágúst;
Endurgreiddar eru 80% af grunnatvinnuleysistryggingabótum + 8% mótframlag í lífeyrissjóð til atvinnurekanda
Gerður er þríhliða samningur atvinnurekanda, atvinnuleitanda og Vinnumálastofnunar. Allir aðilar þurfa að undirrita hann
Sé atvinnuleitandi ráðinn í starf og hefur verið á atvinnuleysisskrá yfir 24 mánuði þegar ráðning á sér stað skulu samningar gerðir um 100% starf í 6 mánuði. Lenging eftir 6 mánuði kemur ekki til greina nema viðkomandi hafi skerta starfsorku.
Fyrirtækið eða stofnunin skal greiða atvinnuleitandanum laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamnings.
Skilyrði fyrir ráðningu einstaklings í starfstengt úrræði
Viðkomandi einstaklingur eigi rétt á greiðslum úr Atvinnuleysistryggingasjóði.
Fyrirtækið þarf að vera skráð og sé í öruggum rekstri.
Ráðning atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannahaldi fyrirtækis.
Fyrirtækið sé með a.m.k. einn starfsmann í fullu starfi á launaskrá.
Fyrirtækið má ekki hafa sagt upp starfsmanni sl. 6 mánuði sem gegnt hefur sambærilegu starfi og fyrirhugað er að ráða í.
Umsóknarferli
Atvinnurekandi fyllir út og skráir atvinnu rafrænt á heimasíðu þjónustuskrifstofu og hefur því næst samband við starfsfólk þjónustuskrifstofunnar um framhaldið.Ráðgjafar VMST finna alla jafna einstaklinga í verkefnin.Umsókn um starfstengt vinnumarkaðsúrræði – Gerður er þríhliða samningur atvinnurekanda, atvinnuleitanda og Vinnumálastofnunar. Allir aðilar þurfa að undirrita hannSamningarnir skulu gerðir til allt að 6 mánaða. Framlenging eftir 6 mánuði kemur ekki til greina nema viðkomandi hafi skerta starfsorku.Úrræðið skal vera samfellt í tíma.
Heimilt er að gera samning í allt að 6 mánuði og framlengja um aðra 6 mánuði ef um skerta starfsgetu er að ræða. Ef um er að ræða reynsluráðningu er skilyrði að fyrirtækið eð astofnunin skuldbindi sig til að ráða atvinnuleitandann með hefðbundnum hætti a.m.k. til jafn langs tíma og sem nemur gildistíma samningsins eftir að gildistíma hans lýkur.