Vinnustofa með Íslandsstofu
Fulltrúar atvinnulífs, sveitarfélaga og annarra hagmunasðila tóku þátt í vinnustofu Íslandsstofu um útflutningstækifæri á Reykjanesi sem fram fór í Stapa í gær.
Starfsmenn Íslandsstofu og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum leiddu vinnuna en áður kynnti Íslandsstofa árangur í útflutningi síðustu árin. Þá hófst hópavinna þar sem leitað var að vaxtatækifærum svæðisins í tengslum við sérstöðu þess og styrkleika. Að lokum voru áhersluverkefni kynnt en í framhaldi mun Íslandsstofa hafa þau til hliðsjónar við framtíðarmótun útflutnings fyrir svæðið.




