fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

766. stjórnarfundur SSS 17. febrúar 2021

Árið 2021, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 17. febrúar, kl. 8:00 á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesja, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ Mætt eru: Jóhann Friðrik Friðriksson, Ingþór Guðmundsson, Laufey Erlendsdóttir, Hjálmar Hallgrímsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð. Jóhann Friðrik Friðriksson setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Dagskrá:

  1. Verkefnakynning – bætt þjónusta ríkisins á Suðurnesjum. Gestir: Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, Hera Ó. Einarsdóttir, Þór G. Þórarinsson og Logi Gunnarsson. Verkefnið um bætta þjónustu ríkisins á Suðurnesjum var kynnt. Verkefnið snýst um að samþætta opinbera þjónustu á einum stað. Markmiðið er að styrkja og auka heildstæða þjónustu á sviði félags-, heilbrigðis- og menntamála á Suðurnesjum. Búið er að tryggja fjármuni til verkefnisins m.a. úr Byggðaáætlun 2018-2024. Verkefni nr. 3 í Suðurnesjaskýrslu (Covid aðstoð) er hluti af þessu verkefni. Stjórn S.S.S. þakkar gestum fyrir góðar og fræðandi kynningar.
  2. Sóknaráætlun Suðurnesja – áhersluverkefni 2021. Stjórn S.S.S. samþykkir eftirfarandi verkefni sem átaksverkefni 2021: Ný verkefni: Átaksverkefni vegna verkefna samstarfshóps í aðgerðaráætlun fyrir Suðurnes. Verkefni nr. 2021-1, upphæð kr. 2.145.000,- Sjálfbærnigarður, hringrásarhagkerfi í Helguvík. Verkefni nr. 2021-2, upphæð kr. 5.000.000,- Sorporkustöð í Helguvík. Verkefni nr. 2021-3, upphæð kr. 5.000.000,-Geðrækt á Suðurnesjum. Verkefni nr. 2021-4, upphæð kr. 4.000.000,-Efling ferðamála á Suðurnesjum. Verkefni nr. 2021-5, upphæð kr. 4.571.659,- Áframhaldandi verkefni:Ímynd Suðurnesja. Verkefni nr. 2020-1, upphæð kr. 10.000.000,- Myndabanki fyrir Reykjanes. Verkefni nr. 2020-2, upphæð kr. 2.000.000,-Sjálfbærni og samvinna sveitarfélaga. Verkefni nr. 2020-4, upphæð kr. 2.000.000,- Reykjanes Unesco Global Geopark. Verkefni nr. 2020-3, upphæð kr. 10.000.000,- Tindar Reykjaness. Verkefni nr. 2020-5, upphæð kr. 2.500.000,-Framkvæmdstjóra falið að senda verklýsingar inn til stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál.
  3. Erindi frá Reykjanesbæ dags. 21.01.2021, vegna akstursstyrki fyrir námsmenn. Námsmenn sem búa á Suðurnesjum eiga rétt á því að sækja um dreifbýlisstyrki til LÍN og er styrkur fyrir hverja önn er kr. 93.000,- Nemakort á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins kostar kr. 80.000,- per önn Stjórn S.S.S. telur mikilvægt að kynna fyrir íbúum Suðurnesja þjónustu sem er í boði fyrir námsmenn sem stunda nám á framhaldsskólastigi á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóra falið að taka saman upplýsingar og senda á sveitarfélög
  4. Fundargerð Reykjanes jarðvangs nr. 57, dags. 15.01.2021. Lögð fram.
  5. Afrit af erindi Suðurnesjabæjar til Heilbrigðisráðuneytis dags.28.01.2021, vegna heilbrigðisþjónustu í Suðurnesjabæ. Stjórn S.S.S. tekur undir bókun bæjarráðs Suðurnesjabæjar um að íbúar fái notið heilbrigðis- og velferðarþjónustu í sínu sveitarfélagi sem og að unnin verði þarfagreining um heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum hið fyrsta.
  6. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 26.01.2021, vegna boðunar á XXXVI landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið þann 26. mars 2021 á Grand hóteli.
  7. Tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 03.02.2021. Drög að umsögn Sambandsins um innleiðingu hringrásarhagkerfisins Stjórn S.S.S. tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  8. Erindi frá nefndarsviði Alþingis – umsagnir. a. Tillaga til þingsályktunar um um vernd og orkunýtingu landsvæða, http://www.althingi.is/altext/151/s/0462.html Lagt fram. b. Tillaga til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121.mál. http://www.althingi.is/altext/151/s/0122.html Lagt fram. c. Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga, 378.mál. http://www.althingi.is/altext/151/s/0470. Lagt fram. d. Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornarfjarðarflugvöll, 115.mál. http://www.althingi.is/altext/151/s/0116.html Lagt fram. e. Tillaga til þingsályktunar um byggingu hátæknisorpbrennslustöðvar, 125.mál http://www.althingi.is/altext/151/s/0126.html Stjórn S.S.S. vísar í skýrslu sem unnin var af ReSource fyrir Umhverfisstofnun. Þar kemur m.a. fram á bls. 4, að hagstæðara sé að hafa eina sorpbrennslustöð á Íslandi frekar en margar litlar. Sveitarfélögin á Suðurnesjum, Kadeco, Isavia og S.S.S. vinna að innleiðingu hringrásarhagkerfisins á Suðurnesjum. Hluti af því verkefni er að stofnun Sjálfbærnigarðs í Helguvík þar sem ný sorporkustöð væri hjartað í slíkum garði. Stjórn S.S.S. ásamt fyrr nefndum aðilum lýsa yfir áhuga á því að vinna að þessu máli í samráði við aðra hagaðila. f. Tillaga til þingsályktunar um þjóðarátak í landgræðslu, 320.mál.http://www.althingi.is/altext/151/s/0360.html Lagt fram. g. Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga, 478.mál. http://www.althingi.is/altext/151/s/0805.html Lagt fram. h.Umsögn um frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471.mál. http://www.althingi.is/altext/151/s/0794.html Stjórn S.S.S. mun í samráði við önnur landshlutasamtök á Íslandi skila inn sameiginlegri umsögn, er áður var send þann 4. desember 2020 í samráðsgátt stjórnvalda. Auk þess sem fram kom í þeirri umsögn verður bætt inn ábendingu varðandi 9.gr. frumvarpsins er snýr að skilgreiningu samráðsvettvangs Sóknaráætlana.
  9. Tilnefning í skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja 2021-2025 Frestað til næsta fundar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15.