fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Góður dagur á Reykjanesi

Ímyndarátakið Reykjanes Góðar sögur fór í samstarf við áhrifavalda á vordögum þar sem þeim bauðst að heimsækja Reykjanes í samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu.

Margir þeirra hafa nú heimsótt Reykjanesið að undanförnu og deilt með fylgjendum sínum upplifun sinni sem hefur verið afar jákvæð. Segja má að Reykjanesið hafi komið þeim flestum á óvart. Meðal þeirra sem hafa tekið þátt eru: Brynja Dan, Pétur Jesús, Gói sportrönd, Tinna Björk, Tinna Freys, Íris Bachman og Telma.

Verkefnið er unnið í samstarfi við auglýsingastofuna Pipar – TBWA og Ghostlamp en alls hafa átta áhrifavaldar heimsótt svæðið undanfarnar vikur. Myndefni frá ferðunum er safnað saman á godurdagur.is undir merkinu #góðurdagur.