Átta fyrirtæki í Grindavík fyrirmyndarfyrirtæki 2019
Átta fyrirtæki í Grindavík hlutu á dögunum viðurkenningu fyrir að vera fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri samkvæmt skilyrðum Keldunnar og Viðskiptablaðsins. Alls fengu 2,7% fyrirtækja landsins viðurkenningu fyrir að vera fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2019.
Þau fyrirtæki sem fengu þessa vottun í Grindavík eru Bláa Lónið, Einhamar seafood, Gjögur hf, Jens Valgeir, Orf líftækni, Sílfell ehf, TG raf og Veiðafæraþjónustan.
Rekstrarárin 2018 og 2017 liggja til grundvallar á matinu og þeir þættir sem eru til grundvallar eru eftirfarandi:
- Afkoma þarf að hafa verið jákvæð.
- Tekjur þurfa að hafa verið umfram 30 milljónir króna.
- Eignir þurfa að hafa verið umfram 80 milljónir króna.
- Eiginfjárhlutfall þarf að hafa verið umfram 20%.
Aðrir þættir metnir af Viðskiptablaðinu og Keldunni. T.d. skil á ársreikningi og rekstrarform.