fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Stöðugildum hjá ríkinu fjölgar á Suðurnesjum

Stöðugildum hjá ríkinu hefur fjölgað um 11,5%  á Suðurnesjum eða um 0,8% á milli áranna 2016 – 2017. Helsta breytingin er í Reykjanesbæ þar sem stöðugildum fjölgar um
12,6% og munar þar helst um fjölgun hjá Lögreglustjóra Suðurnesja.

Þetta kemur fram í nýrri úttekt Byggðastofnunar á fjölda ríkisstarfa 2018 þar sem þau eru greind eftir búsetusvæðum og kyni.

Stöðugildum á landsvísu fjölgaði um 446 eða um 1,84% á milli áranna 2017 – 2018. Fjölgun er á stöðugildum í öllum landssvæðum. Líkt og áður eru stærstu þéttbýlisstaðir í hverjum landshluta að bæta við sig stöðugildum á milli ára.

Í Reykjanesbæ eru stöðugildin 1.396, 39 í Grindavík sem er minna en áður og 4 í Suðurnesjabæ.

Mest er breytingin á Suðurlandi þar sem stöðugildum fjölar um 3,7%, þar á eftir kemur Höfuðborgarsvæðið með 2,2% aukningu.