Dekur og þjónusta í einstöku umhverfi
Garðar Ingi Reynisson hlaut viðurkenningu og verðlaun kr. 250 þús. kr. í Ræsingu Suðurnesja fyrir verkefnið sitt Night Sky Spa sem er dekur og spa þjónusta í einstöku umhverfi sem innbláið er af íslenskum kennileitum.
Ræsing er samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir, þar sem einstaklingum, hópum og fyrirtækjum er boðin þátttaka í stuttum hraðli.
Þátttakendur fengu 8 vikur til þess að kortleggja viðskiptahugmynd sína með aðstoð og stuðningi frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Heklunni. Auk þess bauðst þátttakendum að sitja námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja, að þiggja einstaklingsráðgjöf og flytja fjárfestakynningu í lok verkefnisins.