fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Lúxus heilsulind og þaraböð við Garðskaga á Reykjanesi

Verkefnið Mermaid – Geothermal Seaweed Spa var verðlaunað fyrir framúrskarandi viðskiptaáætlun í Ræsingu Suðurnesja sem er keppni um bestu viðskiptaáætlunina.

Ræsing er samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir, þar sem einstaklingum, hópum og fyrirtækjum er boðin þátttaka í stuttum hraðli. Þátttakendur fengu 8 vikur til þess að kortleggja viðskiptahugmynd sína með aðstoð og stuðningi frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Heklunni. Auk þess bauðst þátttakendum að sitja námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja, að þiggja einstaklingsráðgjöf og flytja fjárfestakynningu í lok verkefnisins.

Mermaid – Geothermal Seaweed Spa fjallar um að bjóða upp á lúxus heilsulind og þaraböð við Garðskaga á Reykjanesi. Verkefnastjóri er Bogi Jónsson og hlaut hann að launum kr. 250.000 til þess að vinna áfram að viðskiptahugmydinni.

Níu metnaðarfull verkefni tóku þátt í Ræsingu Suðurnesja, átaksverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heklunnar, atvinnu- og þróunarfélag Suðurnesja í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni.