fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Ert þú námsmaður í leit að sumarstarfi?

Við leitum að námsmanni í sumarstarf en ráðningin er hluti af úrræðum fyrir námsmenn í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar þar sem markmiðið er að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar.

Um er að ræða a.m.k. tveggja mánaða ráðningatímabil og þurfa námsmenn að vera 18 ára á árinu og á milli anna, þ.e. eru að koma úr námi og eru skráðir í nám í haust.

Helstu verkefni og ábyrgð
• Vinna við að setja inn og uppfæra upplýsingar á vefsíðu Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark
• Upplýsingaöflun og greinaskrif
• Skráningar í viðburðadagatal
• Skráning og vinnsla á myndefni í myndabanka
• Vinna við samfélagsmiðla

Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun sem hæfir starfi t.d. ferðamálafræði, markaðsfræði, íslenska eða þjóðfræði
• Almenn tölvuþekking, þekking og kunnátta á samfélagsmiðlum
• Gott vald í ritun á íslensku og ensku
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Gott vald á tölvu- og vefsíðuvinnu
• Öguð, nákvæm og vönduð vinnubrögð

Laun eru samkvæmt kjarasamningi samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til 17. maí 2021.

Allar nánari upplýsingar um starfið gefur Þuríður H. Aradóttir Braun. Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið thura@visitreykjanes.is

Umsóknum skal skilað á netfangið sss@sss.is.