Útboð verkefna á sviði jarðhita á vegum orkuáætlunar Uppbyggingarsjóðs EES í Búlgaríu
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til jarðhitaverkefna í orkuáætlun Uppbyggingarsjóðs EES í Búlgaríu, undir yfirskriftinni „Notkun jarðhita til hitunar eða kælingar í opinberum byggingum (e. BGENERGY-1.002- „Use of geothermal for heating & cooling in state or municipal buildings“).
Alls eru 3,4 milljónir evra til úthlutunar og er styrkhlutfall allt að 100%.