fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Hacking Reykjanes að hefjast

Rafræna lausnarmótið Hacking Reykjanes fer fram dagana 17 – 19. mars 2022 og enn er tækifæri til þess að skrá sig til leiks.

Lausnamótið er vettvangur fyrir hugarflug nýrra hugmynda og opinn öllum sem hafa áhuga á nýsköpun á Suðurnesjum og vinna þátttakendur að því að þróa lausnir við fjórum áskorunum:

  • Hvernig getum við aukið verðmætasköpun með því að nýta orkuna á Reykjanesi?
  • Hvernig getum við stuðlað að nýsköpun og þróun í sjávarútvegi og tengdum greinum?
  • Hvernig getum við aukið verðmætasköpun þvert á atvinnugreinar með aukinni fullvinnslu afurða til að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi?
  • Hvar liggja tækifærin í nýsköpun og aukinni þjónustu í tenglum við alþjóðaflugvöll, ferðaþjónustu og þjónustu við farþega og flug?

Markmið lausnamótsins er að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu og þannig stuðla að nýjum verkefnum og viðskiptatækifærum. Lausnamótinu er ekki síður ætlað að vekja athygli á því öfluga frumkvöðlasamfélagi sem er á Reykjanesi.

Dómnefnd
Vegleg verðlaun eru í boði fyrir bestu hugmyndina eða kr. 600.000. Einnig verða veitt verðlaun fyrir frumlegustu hugmyndina kr. 200.000. Dómnefnd er ekki af verri endanum en hana skipa Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri íslenska Sjávarklasans, Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, Þór sigfússon stofnandi Sjávarklasans og Gunnhildur Vilbergsdóttir formaður stjórnar Eignarhaldsfélags Suðurnesja.

Þá leggur fjöldi mentora af Reykjanesi fram vinnu sína og leiðbeina við gerð verkefnanna.

Virkjum skapandi krafta svæðisins!

Skrá þátttöku

Hacking Reykjanes er samstarfsverkefni Hacking Hekla, Samband sveitafélaga á Suðurnesjum og Hugmyndaþorps. Verkefnið er styrkt af Lóu.