Keflvíkingur hlýtur hvatningarverðlaun Hacking Reykjanes
Verkefnið Keflvíkingur – Handverksbrugg og upplifun við höfnina hlaut Hvatningarverðlaunin – Hugmynd fyrir nærsamfélagið lausnarmótinu Hacking Reykjanes sem lauk um helgina.
Hugmyndasmiðurinn er Jón Einar Sverrisson verkefni hans þótti bjóða upp á mörg tækifæri.
Umsögn dómnefndar:
Hugmynd Jóns Einars að Keflvíkingi þótti að mati dómnefndar vera frábær fyrir nærumhverfið. Hugmyndin býður uppá mörg tækifæri á samstarfi og tengingar við hringrásarhagkerfið og ferðaþjónustu.
Við erum viss um að hugmyndin geti náð mjög vel til íbúa í nærsamfélaginu, hvatt landsmenn utan þess til að heimsækja svæðið og verið skemmtilegur áfangastaður fyrir erlenda ferðamenn og hvatt þá til að dvelja lengur á Reykjanesinu.
Jón Einar sýndi fram á áberandi mikla samstarfs- og rekstrarhugsun. Það gladdi okkur að sjá að hann gat nýtt sér Hakkaþonið til að koma inn með húsnæði en fá hér góðar hugmyndir og tengingar til að þróa verkefnið áfram.
Hvatningarverðlaunin eru 200.000 kr sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Eignarhaldsfélag Suðurnesja, HS Orka og Algalíf veita. Auk þess hlýtur Jón Einar deluxe gistingu á Hotel Keflavik – Hótel Keflavík fyrir tvo, þriggja rétta ævintýraferð kokksins á KEF Restaurant, einn tíma í Infrared Sauna Teppi hjá Kyrrðin á Northern Light Inn og vörur frá Zeto.
Við viljum þakka öllum bakhjörlum, stuðningsaðilum og dómnefnd fyrir þátttökuna en síðast en ekki síst þátttakendum sjálfum. Sérstakar þakkir fá Bláa Lónið og Kvikan Menningarhús í Grindavík.