fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Heklugos haldið í annað sinn – saman látum við hlutina gerast

Heklugos var haldið í annað sinn í gær en það er samstarfsverkefni Heklunnar og Kadeco í samstarfi við hönnuði og fyrirtæki á Suðurnesjum.Aðrir þátttakendur og stuðningsaðilar eru SKASS (samtök kraftmikilla, alvöru og skapandi suðurnesjakvenna), Bláa lónið, Íslandsbanki, Dutyfree Fashion og Valitor,Um 500 manns mættu í Atlantic Studios þar sem haldin var glæsileg tískusýning en einnig var opið hús í Eldey frumkvöðlasetri þar sem vinnustofur hönnuða í húsinu voru opnar. Að auki sýndu hönnuðir af Suðurnesjum vörur sínar á staðnum og frumkvöðlar kynntu fjölreytt verkefni sín.Samstarfsverkefni Duty Free Fashion og Valitor ber yfirskriftina: Saman látum við hlutina gerast. Dutyfree Fashion og Valitor leggja mikinn metnað í að efla íslenska hönnun og gera hana sýnilega á alþjóðaflugvelli en Dutyfree Fashion er stærsti sýningargluggi landsins fyrir íslenska hönnun og mátti sjá brot af því besta á sýningunni í gær. Fatnaður frá Freebird, Kron Kron, ELLU, Farmers Market og nýjasta merkinu í versluninni Huginn Muninn vakti mikla athygli og hrifningu gesta.Hönnuðir af Suðurnesjum voru Spíral, Me me, Mýr design, Agnes og Líber. Allar sýningarstúlkurnar voru af Suðurnesjum, hátt í 40 stúlkur og það sama má segja um aðra þátttakendur sem allir gáfu vinnu sína til þess að styðja við hönnun á Suðurnesjum. Heiðursgestir voru forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Moussaief.