fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Mannamót markaðsstofanna 2014

Markaðsstofur landshlutanna setja upp vinnufundinn Mannamót í Reykjavík fyrir samstarfsfyrirtæki sín 23. janúar 2014 kl. 12 – 16 í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. 
 
Mannmót markaðsstofanna er hugsað sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru í Reykjavík. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl frá höfuðborginni fyrir á landsbyggðina. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismundi landshlutar eru að bjóða uppá með áherslu á vetrarferðamennsku. Heimasíða Mannamóta 2014 er www.naturaliceland.is. 
 
Á Mannamót bjóðum við gestum úr höfuðborginni:
• Ferðaskrifstofufólki
• Starfsfólki upplýsinga- og bókunarmiðstöðva
• Leiðsögumönnum
• Nemendum í leiðsöguskólanum og ferðamálafræðum
• Starfsfólki í þjónustuverum flugfélaga
• Sölu- og kynningarfólki flugfélaga
• Ferðaskipuleggjendum
• Starfsfólki í mótttökum hótela og gistihúsa
• Opinberum stofnunum:  Íslandsstofa, Ferðamálastofa, Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, Innanríkisráðuneytið, Samgöngustofu, Isavia, kennurum í ferðamálagreinum ofl.
 
Samstarfsfyrirtæki Markaðsstofu Reykjaness sem vilja taka þátt skrái sig á thura@visitreykjanes.is ekki seinna en föstudaginn 17. janúar. Verð fyrir sýnendur er 10.000,- kr. á fyrirtæki. 
 
Fyrirkomulag Mannamóta er hefðbundið vinnsýningarskipulag en ekki eru fundabókanir. Hvert fyrirtæki verður staðsett á sama stað og önnur fyrirtæki úr sama landshluta og geta haft með sér standa, bæklinga og annað kynningarefni. Á Mannamótum bjóða markaðsstofur landshlutanna og þátttökufyrirtæki upp á léttar veitingar og smakk úr heimabyggð. 
 
Nánari upplýsingar verða sendar út í byrjun janúar en einnig getið þið haft samband Þuríði (thura@visitreykjanes.is). 
 
Við hvetjum öll fyrirtæki í ferðaþjónustu til að taka þátt í Mannamótum og nýta tækifærið til kynningar og sölu á sínu fyrirtæki.