fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Hvað er svona merkilegt við mig?

Hvað er svona merkilegt við mig er heiti á fyrirlestri HN markaðssamskipta í frumkvöðlasetrinu Eldey sem fjallar um  mikilvægi almannatengsla í markaðsstarfi.Hádegiserindið er haldið þriðjudaginn 10. nóvember og hefst kl. 12 og stendir til kl. 13 að Grænásbraut 506.
Fyrirlesarar eru þeir Sváfnir Sigurðarson og Kristján Hjálmarsson, almanna- og viðskiptatenglar á H:N Markaðssamskiptum. Sváfnir hefur áralanga þekkingu af markaðs- og almannatengslum. Hann hefur meðal annars starfað sem markaðsstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Borgarleikhússins. Kristján starfaði á Fréttablaðinu og Vísi.is í um 14 ára skeið, þar af sem fréttastjóri í sjö ár.
H:N Markaðssamskipti hlutu Lúðurinn, íslensku markaðsverðlaunin, á síðasta ári fyrir árangursríkustu herferðina. Herferðin var unnin fyrir SÍBS og byggði að miklu leyti á almannatengslum.Hádegiserindi eru öllum opin og boðið er upp á fríar heilsuveitingar frá Höllu.Þátttakendur þurfa að skrá þátttöku fyrir kl. 16:00 mánudaginn 9. nóvember.