fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Er Twitter eitthvað fyrir mig?

Er Twitter eitthvað fyrir mig? Hvað er Twitter? Hvernig virkar Twitter? Hverjir eru þarna og af hverju? 
Þóranna Jónsdóttir mun fjalla um þennan vinsæla samfélagsmiðil á örnámskeiði í hádeginu í Eldey frumkvöðlasetri þriðjudaginn 8. desember kl. 12 – 13:00. Þar verður farið yfir grundvallaratriðin varðandi notkun hans, auk þess sem þátttakendur fá tækifæri til að spyrja spjörunum úr.
Þóranna Jónsdóttir er markaðsnörd og höfundur bókarinnar Marketing Untangled: The Small Business & Entrepreneur’s Map Through the Marketing Jungle. Hún starfar undir merkjum Markaðsmála á mannamáli auk þess að vera partner í alþjóðlegu markaðsstofunni Make Your Mark Global. Þóranna er með MBA gráðu með áherslu á markaðsmál og hefur unnið við markaðsmál síðan í upphafi aldarinnar og vinnur í dag m.a. mikið með samfélagsmiðla á borð við Twitter, Facebook.Boðið er upp á heilsuveitingar fyrir gesti, aðgangur er ókeypis.
Skrá mig takk