fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Hvernig nýtist Facebook mínu fyrirtæki?

Margir nýttu sér tækifærið og hlýddu á fyrirlestur Þórönnu Jónsdóttur í Eldey frumkvöðlasetri í dag en þar sagði hún frá því hvernig samfélagsmiðillinn Facebook getur nýst sprotafyrirtækjum til markaðssetningar.Facebook er langstærsti samfélagsmiðillinn á Íslandi og notendur ein billjón í heiminum. Að sögn Þórönnu skiptir mestu máli að efnið sem miðlað er á Facebook sé áhugavert því annars minnkar sýnileiki. Þar skiptir mestu að byggja upp samband við viðskiptavini á persónulegum nótum og þekkja þarfir hans og uppfylla.Þóranna rekur fyrirtækið Markaðsmál á mannamáli og má nálgast fleiri upplýsingar hér.