Ábyrg nýting auðlinda
Í tilefni Menningarviku Grindavíkur verður haldið málþing um ábyrga nýtingu auðlinda í Kvikunni, miðvikudaginn 19. mars kl. 17.Gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar á Íslandi eiga margt sameiginlegt, hvort sem um ræðir sjávarútveg, orkusölu, ferðaþjónustu eða skapandi greinar. Lykilinn að árangursríkri markaðssetningu þeirra felst í ábyrgri nýtingu takmarkaðra auðlinda. Þar þarf að ríma saman efnahagsleg, félagsleg og umhverfisleg sjálfbærni. Óvíða má sjá jafngreinileg tækifæri til samvinnu þessara greina og í Grindavík og nágrenni. Í erindi sínu mun Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri N1 fjalla um mögulega samvinnu atvinnugreinanna í markaðsmálum. Í kjölfarið munu eftirtalin ræða málin á pallborði, sem Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm forseti bæjarstjórnar Grindavíkur stýrir. Þessir einstaklingar hafa mjög fjölbreytta reynslu og þekkingu sem mun eflaust leiða til líflegrar og gagnlegrar umræðu.• Ásgeir Margeirsson forstjóri HS orku• Arnar Már Arnþórsson, Sölu- og markaðsstjóri Bláa Lónsins• Erla Ósk Pétursdóttir verkefnastjóri Codlands• Guðbergur Bergsson rithöfundur og heiðursborgari GrindavíkurGrindavíkurbær var fyrst íslenskra sveitarfélaga til að marka sér Auðlindastefnu, sem hægt er að nálgast hér.