fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Íslandsstofa kynnti þjónustu vegna útflutnings

Björn H. Reynisson verkefnastjóri Íslandsstofu kynnti þann 30. apríl sl. þjónustu Íslandsstofu til fyrirtækja sem hyggja á útflutning.Íslandsstofa býður m.a. upp á aðgang að markaðsupplýsingum, aðstoða fyrirtæki við að draga upp mynd af stöðu sinni og hefur aðgang að neti ráðgjafa um allan heim.Meðal stuðningsverkefna má nefna Vaxtarhjólið þar sem dregin er upp mynd af stöðu fyrirtækja út frá lykilatriðum en ávinningurinn felst í markvissri greiningu á styrkleikum og veikleikum. Þannig fæst yfirsýn yfir þá þætti sem vinna þarf frekar í að bæta.Útflutningsverkefnið ÚHÚtflutningsverkefnið ÚH er sérsniðið að þörfum fyrirtækja sem eru í útflutningi eða í útflutningshugleiðingum og vilja vinna og þróa viðskiptahugmynd og ná fótfestu fyrir vöru eða þjónustu á erlendum markaði. Þátttakendur fá aðstoð við að gera raunhæfar áætlanir og hver og einn er búinn undir að hrinda viðskiptahugmynd sinni í framkvæmd. Umsóknarfrestur rennur út 14. október og umsóknareyðublað ásamt nánari upplýsingum um verkefnið má finna á vef Íslandsstofu.Handleiðsluverkefnið ÚtstímMarkmiðið er að aðstoða fyrirtæki við að finna kaupendur að vöru þeirra eða þjónustu á fyrirfram ákveðnum markaði. Þetta er gert í samstarfi við ráðgjafa á helstu markaðssvæðum. Fyrirtæki þurfa að sækja um þátttöku í verkefninu með því að fylla út gátlista á vef Íslandsstofu en hann er góður mælikvarði á hve vel fyrirtækið er í stakk búið fyrir útflutning.Hér má sjá nánari upplýsingar á vef Íslandsstofu.