Landvarsla á Reykjanesi
Á síðasta ári fékkst fjármagn til þess að sinna landvörslu í Reykjan UNESCO Global Geopark og er það í fyrsta sinn sem landvarsla fer fram utan við Reykjanes fólkvang þar sem landvörður hefur starfað um árabil.
Tveir landverðir voru ráðnir til verksins, þær Ásta Davíðsdóttir og Hanna Valdís Jóhannsdóttir og störfuðu þær sl. vetur og skiluðu að lokum inn svæðisskýrslu fyrir Reykjanes 2017 þar sem tekið er á helstu vandamálum sem eru heimilissorp og utanvegaakstur.
Stöðugur straumur ferðamanna allt árið um kring hefur gert það að verkum að aukið álag er á viðkvæmum svæðum en Reykjanesfólkvangur er t.d á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir ástand friðlýstra svæða en þar er utanvegaakstur mikið vandamál allt árið um kring.
Stjórn Reykjanes Geopark hefur sett sér það markmið að efla landvörslu á Reykjanesskaga og hefur óskað eftir heimild í fjárlögum að ráða landvörð á Reykjanesskaga í heils árs stöðu.
Fjármagn hefur fengist til áframhaldandi landvörslu árið 2018 og munu tveir landverðir starfa í Reykjanes UNESCO Geopark í sumar og fram á vetur.
Hér má sjá