fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar

Isavia hefur opnað sérstakt vefsvæði tileinkað uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar þar sem áhugasamir geta kynnt sér framtíðarsýn fyrirtækisins fyrir flugvöllinn.

Uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar (e. Major Development Plan) er ætlað að meta uppbyggingarþörf til skemmri tíma, byggt á nýjustu farþega- og flughreyfingaspám. Uppbyggingaráætlun tekur mið af 25 ára þróunaráætlun (e. Masterplan) en er aðlöguð að þörfum á næstu 7-10 árum.

Uppbyggingaráætlun er uppfærð og kynnt stjórn Isavia tvisvar á ári.

Í uppbyggingaráætlun eru þarfir flugvallarins miðað þætti eins og heildarfarþegafjölda, farþegaálag tiltekinna farþegahópa á klukkustund, fjölda flughreyfinga og flotasamsetningu flugfélaganna.

Uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar