fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Reykjanesviti

Leiðarljós að lífhöfn opnar við Reykjanesvita

Sýningin Leiðarljós að lífhöfn opnar við Reykjanesvita föstudaginn 13. júní 2025 kl. 16:00 og eru öll velkomin.

Sýningunni er ætlað að veita innsýn í mikla og mikilvæga sögu sjóslysa og uppbyggingar á vitum til að auka öryggi sjófarenda. Þúsundir Íslendingar hafa farist á sjó í gegnum aldirnar og sjómenn eiga skilið að þeirra miklu fórna sé minnst, sem og átakanlegra afleiðinga sem fjölskyldur þeirra og vinafólk urðu að glíma við árum saman.

Að sýningunni standa Hollvinasamtök Reykjanesvita og nágrennis en sýningarstjórnun er í höndum Eiríks Jörundssonar.