Matvælasjóður úthlutar styrkjum
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur úthlutað um 577 milljónum króna úr Matvælasjóði. Alls hljóta 53 verkefni styrk en 177 umsóknir bárust til sjóðsins.
„Ég hef séð kraftinn sem býr í framleiðendum matvæla hér á landi og úthlutun úr Matvælasjóði er mikilvægur liður í því að styðja við nýsköpun í matvælaframleiðslu. Það gleður mig sérstaklega að sjá að hlutföll á milli kynja eru nær jöfn,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Matvælasjóður veitir styrki í fjórum styrkjaflokkum: Báru, Keldu, Afurð og Fjársjóði.