fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 84 verkefna sem sóttu um í sjóðinn á vormisseri að ganga til samninga um nýja styrki. 

Voruthlutun TÞS 2023

Í boði voru styrktarflokkarnir Fræ/Þróunarfræ, Sproti, Vöxtur/Sprettur og Markaðsþróun og Markaðssókn. Alls bárust 422 umsóknir og er árangurshlutfall styrktra verkefna sem hlutfall af innsendum umsóknum 20%. Haft verður samband við verkefnisstjóra þessara verkefna og þeir boðaðir til samningafundar.

Í þessari úthlutun er styrkveiting til nýrra verkefna 788 milljónir króna en þar sem verkefnin eru til allt að þriggja ára nemur heildarkostnaður vegna þeirra 1.440 milljónum króna.

Nánar