fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Menntateymi Sjávarklasans á Suðurnesjum leggst að bryggju

Íslenski sjávarklasinn, og mennta- og rannsóknarstofnanir á Suðurnesjum: Keilir, FS, Fisktækniskólinn, MSS og Þekkingarsetrið, heimsækja Sandgerði miðvikudaginn 7. maí næstkomandi.Öllum fyrirtækjum í haftengdri starfsemi og tengdum greinum á svæðinu er boðið í léttar veitingar í Þekkingarsetrið í Sandgerði kl. 9:30-10:30. Þar munu ofangreindar stofnanir kynna stuttlega fyrir fyrirtækjum þá aðstöðu og þekkingu sem þær búa yfir og hvaða möguleikar eru fyrir hendi varðandi samstarf.Í lokin er einstaklingum og fyrirtækjum velkomið að koma á framfæri verkefni eða tækifæri sem vilji er að vinna með menntateyminu og eða öðrum fyrirtækjum. Að loknum fundi mun menntateymið heimsækja þau fyrirtæki sem hafa áhuga á því að kynna starfsemi sína stuttlega og ræða frekari möguleika á samstarfi.Forstöðumaður menntateymis sjávarklasans á Suðurnesjum er Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis og fulltrúi fyrirtækja í haftengdri starfsemi á Suðurnesjum er Heiðar Hrafn Eiríksson aðalbókari í Þorbirni.