fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Náðu auknum árangri með stafrænu forskoti

Stafrænt forskot er safn af vefritum og ókeypis vinnustofum sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður nú fyrirtækjum til að hjálpa þeim að hagnýta vef, samfélagsmiðla og aðra stafræna tækni í  markaðsmálum og rekstri.

Efnið er þýtt og staðfært úr efni sem fengið er frá Business Gateway í Skotlandi og hefur stór hluti þess verið staðfærður og aðlagaður íslenskum aðstæðum.

Stafrænt forskot eykur eftirspurn eftir ráðgjöf, hönnun og forritun

Stafrænt forskot er ekki samkeppni við þá fjölmörgu ráðgjafa sem bjóða fyrirtækjum þjónustu sína í stafrænum málum.  Þetta efni kemur ekki í staðinn fyrir sérhæfða ráðgjöf og þjónustu við hönnun, uppsetningu eða rekstur á vef, samfélagsmiðlum eða leitarvélarbestun svo fátt eitt sé nefnt. Þetta efni gæti hinsvegar verið fyrsta skref margra fyrirtækja í að sækja ákafar fram í stafrænum efnum og mun því frekar auka eftirspurn eftir  ráðgjöf, hönnun og forritun.

Með því að hagnýta  Stafrænt forskot geta fyrirtæki meðal annars:

  1. mótað sér stafræna stefnu
  2. skipulagt vefvinnu og vefuppsetningu fyrirtækisins
  3. skipulagt og byrjað notkun á samfélagsmiðlum
  4. tekið næstu skref í notkun samfélagsmiðla
  5. lært að hagnýta Google Analytics

Sjáðu hvar fyrirtækið stendur

Með því að að taka einfalt könnunarpróf á vefnum geta frumkvöðlar séð hvar fyrirtækið er statt í stafrænum efnum. Er það með góðar tengingar? Hvaða netlausnir nýtir fyrirtækið sér? Er það á byrjunarreit í notkun samfélagsmiðla?

Taktu prófið