fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Góðar sögur af Reykjanesi tilnefndar til Árunnar

Ímyndarátakið Reykjanes – við höfum góða sögu að segja hefur verið tilnefnt til Árunnar sem eru árangursverðlaun ÍMARK, íslensks markaðsfólks en þeim er ætlað að beina sjónum að herferðum sem skilað hafa framúrskarandi árangri.

Horft er til þess að herferðin samhæfi á árangursríkan hátt fjölþætta færni sem þarf til að gera góða markaðsáætlun: Áætlanagerð, markaðsrannsóknir, birtingaáætlanir, hugmyndaauðgi og viðskiptastjórnun.

Við höfum góða sögu að segja er samstarfsverkefni sveitarfélaga á Suðurnesjum og fyrirtækja en því er stjórnað af Heklunni, atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja. Verkefnið miðar að því að bæta ímynd svæðisins með sérstöku markaðsátaki þar sem lögð er áhersla á að segja góðar sögur af svæðinu og hefur það verið gert með aukinni fjölmiðlaumfjöllun, auglýsingum í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum og myndaleik sl. sumar.

Góðar sögur er unnið í samstarfi við HN samskipti sem hafa haldið utan um verkefnið undanfarin tvö ár. Mikill uppgangur er nú á Reykjanesi og má sjá  á mælingum að verkefnið hefur skilað góðum árangri þótt enn megi gera betur, enda um langtímaverkefni að ræða.

 

Verkefnið er styrkt af Sóknaráætlun Suðurnesja og geta allir sem vilja komið góðum sögum á framfæri á netfangið frettir@reykjanes.is.

Verðlaunin verða veitt á ÍMARK deginum sem haldinn verður þann 9. mars 2018.

Við höfum góða söguu að segja á Facebook

 

Góðar sögur – vefsíða