Notalegt í nóvember – lokakvöld
Viðburðinum Notalegt í nóvember lauk sl. fimmtudagskvöld í Eldey en þar var kynnt fjölbreytt starfsemi í frumkvöðlasetrinu í bland við góða tónlist og léttar veitingar.Vinnustofur frumkvöðla voru opnar og hönnun á Suðurnesjum var vel kynnt enda starfar mikill fjöldi hönnunarfyrirtækja í húsinu auk þess sem opnuð var hönnunarverslunin Kommisarý í Eldey og hönnuðir á Suðurnesjum gátu kynnt sig og vörur.Kynnt var fjölbreytt framleiðsla á svæðinu og má þar nefna fisksnakk Fisklands en á bak við það stendur frumkvöðullinn Guðbergur Magnússon. Þá kynnti Geosilica kísilvatn sem fer á markað innan skamms og Gullkollur kynnti jurtasmyrsl sem unnin eru úr jurtum á Reykjanesi.Meðal þeirra sem tóku þátt og hafa aðsetur í húsinu eru Ozzo ljósmyndun, Hakkit – tæknismiðja, Flugvirkjabúðir Keilis, Ljósberinn, Flingur, Raven, Agnes, Mýr, Spíral og Steinbogi kvikmyndagerð.Á lokakvöldinu var dregið úr seldum miðum í happdrætti til styrktar Krabbameinsfélagi Suðurnesja en frumkvöðlar í Eldey söfnuðu og gáfu vinninga en einnig voru nöfn heppinna gesta dregin úr lukkupotti Eldeyjar.
Happdrætti Krabbameinsfélags Suðurnesja:
Miði nr: 42, 71, 107, 65, 100, 92, 64, 65, 94.
Lukkupottur – Eldey frumkvöðlasetur
Þórný M. HeiðarsdóttirHallfríðurElínborg BaldursdóttirGuðmunda GuðbjartsdóttirElín HreggviðsdóttirVennýG. Helga KristjánsdóttirÁgústa Gylfadóttir