fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Nýtt fyrirtæki í Eldey frumkvöðlasetur

Lúxdís ehf. er nýtt fyrirtæki í Eldey frumkvöðlasetri. Fyrirtækið vinnur að því að koma nýrri húðumhirðulínu á markað undir nafninu Lúxdís skincare en hún er samsett úr hráefnum sem ekki hafa sést í íslenskum húðvörum áður.Hönnuður framleiðslunnar Svandís Ósk Gestsdóttir kemur af ætt grasalækna og hefur unnið að þróun húðvörulínunnar undanfarin sex ár. Verkefnið vann Start up Weekend árið 2013 og fékk þar Svandís góða handleiðslu og tengiliði sem hafa að hennar sögn gefið góð ráð og hvatningu.Húðlínan er unnin úr náttúrulegum efnum með mikla virkni og stefnir fyrirtækið að aðild í fairtrade samtökum. Vörurnar henta vel fyrir viðkvæma húð en þeir er ætlað að gera húðina stinnari og gefa henni raka og ljóma. Verkefnið hefur verið á tilraunastigi en vöruþróun er lokið og framleiðsla mun hefjast fljótlega í aðstöðu frumkvöðlasetursins.