fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Ruslabingó á jarðvangsviku

Um leið og við fögnum vorinu eru íbúðar á Suðurnesjum hvattir til að taka til hendinni með hreinsun lóða og umhverfis. Ef hver íbúi hreinsar 100 fermetra fegrum við landið og aukum lífshamingju okkar til mikilla muna.Buslabingó er leið til að gera tiltektina skemmtilegri fyrir alla fjölskylduna.Markmiðið er að vera fyrst/-ur til þess að safna ruslinu á spjaldinu og merkja við um leið. Sá/sú sem nær að merkja við röð; lárétt, lóðrétt eða á ská er sigurvegari leiksins.
Hér er hægt að prenta út ruslabingó og hefja leikinn!Hægt er að prenta út spjöld á FB síðu Reykjanes jarðvangs: facebook.com/reykjanesgeopark