fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Opnað fyrir umsóknir

Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokkunum  Sproti, Vöxtur, Hagnýt rannsóknarverkefni og  Markaður. Umsóknarfrestur er 15. febrúar 2024, kl. 15:00.

  • Vöxtur er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og er ætlaður til að styrkja þróunarverkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar og er Sprettur öndvegisstyrkur innan Vaxtar.
  •   Hagnýt rannsóknarverkefni er fyrir háskóla, opinberar rannsóknarstofnanir eða opinber fyrirtæki og hafa það að markmiði að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu. Eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu. Verkefnið þarf að vera með skýr og raunhæf markmið um hagnýtingu
  • Markaður er markaðsstyrkur til fyrirtækja sem skiptist í tvo ólíka flokka: markaðsþróun og markaðssókn. Þessum flokkum er ætlað að styðja við fyrirtæki á mismunandi stigum í undirbúningi afurðar á markað. Markaður er ætlaður litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem verja að lágmarki 10% af veltu sinni til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári.

Nánar