Reykjanesið getur tekið við fleiri ferðamönnum
Íbúar á Reykjanesi eru ekki í neinum vafa um efnahagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar á svæðinu. Fjölbreytileikinn í mannlífi og atvinnulífi hefur að mati íbúanna jákvæð áhrif á samfélag heimamanna á Reykjanesi og Reyknesingar hafa ekki miklar áhyggjur af fjölda ferðamanna; þeir séu hæfilega margir bæði að sumri og vetri.
Þetta kemur fram í könnun sem unnin var af Rannsóknarmiðstöð ferðamála en markmið hennar var að kanna viðhorf landsmanna til ferðaþjónustu og ferðafólks á Íslandið haustið 2017. einnig var kannað hvort einhverjar breytingar hafi orðið frá síðustu könnun sem gerð var árið 2014. Könnunin var gerð á tímabilinu september – nóvember 2017.
Að sögn Þuríðar H. Aradóttur framkvæmdastjóra Markaðsstofu Reykjaness eru niðurstöðurnar jákvæðar fyrir ferðaþjónustu á svæðinu og ljóst að þolmörkum er ekki náð. „Það er rúm til vaxtar á Reykjanesi. (uppbygging)“
Að sögn Þuríðar H. Aradóttur framkvæmdastjóra Markaðsstofu Reykjaness eru niðurstöður könnunarinnar jákvæðar fyrir ferðaþjónustu á svæðinu.
Ljóst er að þolmörkum er ekki náð og það er rúm til vaxtar á svæðinu. Það verður þó að gerast í sátt við samfélagið. Sú vinna sem innt hefur verið að hendi í uppbyggingu áningarstaða á svæðinu að hálfu Reykjanes Geopark og sveitarfélaganna er mjög góð og svæðinu til framdráttar, framkoma og viðhorf ferðaþjónustuaðila er til fyrirmyndar og sú stefna sem við höfum sett í markaðssetningu fyrir áfangastaðinn Reykjanes endurspeglar það.
Reyknesingar fundu minnst allra landsmanna fyrir því að ferðamenn takmarki aðgengi annarra að þjónustu og fundu síður fyrir því en aðrir landsmenn að ferðamenn hefðu eflt verslun á svæðinu. Hins vegar voru Reyknesingar sáttari en margir aðrir landsmenn við samfélagsbreytingar sem hafa orðið vegna ferðamanna. Að mati Reyknesinga snúa neikvæðustu hliðar ferðaþjónustunnar að aukinni umferð svo sem á Reykjanesbraut, umgengni ferðamanna og átroðningi á náttúru. Jákvæðustu hliðar ferðaþjónustunnar snéru að fjölbreytileika mannlífs og atvinnulífs og tekjuöflun. Íbúar á Reykjanesi var sá hópur landsmanna sem var ánægðastur með almenningssamgöngur en átta af hverjum tíu töldu almenningssalerni vera í frekar eða mjög slæmu ástandi.
Þá voru Reyknesingar hlynntastir allra gjaldtöku opinberra aðila á bílastæðum og af ferðamönnum og fyrirtækjum vegna ferða á friðuðum eða friðlýstum svæðum.