fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Reykjanes hlýtur alþjóðleg verðlaun

Reykjanes var tilnefnt til verðlauna sem einn af topp 100 sjálfbærustu svæða um allan heim. Úrslit voru tilkynnt þann 7. mars við hátíðlega athöfn á ferðakaupstefnunni ITB í Berlín og varð Reykjanesið í þriðja sæti í flokknum Earth Awards eða jarðarverðlaunum sem eru fyrir umhverfi og loftslag.

Dómnefnd skipuðu fulltrúar 12 alþjóðlegra samtaka og voru valin bestu svæðin í eftirfarandi flokkum:  Best borga, samfélaga og menningar, Best í Náttúru, Best við sjávarsíðuna, Jarðarverðlaun (fyrir umhverfi og loftslag) og Besta svæði hverrar heimsálfu.

Þetta er frábær árangur fyrir Reykjanes sem á síðasta ári var valinn einn af 100 sjálfbærustu stöðum í heiminum og viðurkenning fyrir starf Reykjanes GLOBAL Geopark.

Mynd: Þuríður H. Aradóttir Braun framkvæmdastjóri Markaðsstofu Reykjaness veitti verðlaununum móttöku í Berlín í gær.