Tækniþróunarsjóður og skattaafsláttur til fyrirtækja
Lýður S. Erlendsson kynnti á dögunum Tækniþróunarsjóð og skattaafslátt til fyrirtækja í rannsóknum og nýsköpun en í dag eru 12 fyrirtæki á Suðurnesjum að nýta sér þann möguleika.
Næsti sjóður sem er til úthlutunar er FRÆ fyrirtækjasjóður sem ætlaður er fyrirtækjum yngri en 5 ára. Fræið hefur það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem getur leitt af sér stærra þróunarverkefni. Næsti umsóknarfrestur er 4. apríl 2018, kl. 16:00.
Opinber stuðningur við nýsköpunarverkefni
Nýsköpunarverkefni, sem hlotið hafa staðfestingu frá Rannís eiga rétt á sérstökum skattfrádrætti vegna nýsköpunar. Með opinberum stuðningi er átt við skattfrádrátt og styrki frá opinberum aðilum, samanlagt. Njóti verkefnið opinberra styrkja hafa þeir áhrif á fjárhæð skattfrádráttar. Hér má sjá frekari upplýsingar.
Hér má sjá glærur frá fundinum: