fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

15. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

15. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var fimmtudaginn 13. september 2018, kl. 16:00. Fundarstaður var skrifstofa Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbær.

Mætt eru: Ólafur Þór Ólafsson, Sveinn Valdimarsson, Áshildur Linnet, Guðmundur Björnsson, Guðlaugur H. Sigurjónsson, Gunnar K. Óttósson, Jón B. Guðnason, Jón Ben Einarsson, Kristinn Benediktsson, Marta Sigurðardóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Guðmundur Pálsson boðaði forföll.

Ólafur Þór Ólafsson setti fundin og bauð fundarmenn velkomna. 

Dagskrá:

1. Stjórnin skiptir með sér verkum.
Tilnefningar í Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja 2018-2022.
Guðmundur Björnsson – Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar (aðalmaður)
Steinþór Einarsson – Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar (varamaður)
Guðmundur Pálsson- Grindavíkurbær (aðalmaður)
Marta Sigurðardóttir – Grindavíkurbær (aðalmaður)
Jón Emil Halldórsson – Grindavíkurbær (varamaður)
Lilja Sigmarsdóttir – Grindavíkurbær (varamaður)
Áshildur Linnet – Sveitarfélagið Vogar (aðalmaður)
Kristinn Benediktsson – Sveitarfélagið Vogar (aðalmaður)
Ingþór Guðmundsson – Sveitarfélagið Vogar (varamaður)
Anna Kristín Hálfdánardóttir – Sveitarfélagið Vogar (varamaður)
Ólafur Þór Ólafsson – Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis (aðalmaður)
Jón Ben Einarsson – Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis (aðalmaður)
Kristinn Halldórsson – Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis (varamaður)
Einar Jón Pálsson – Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis (varamaður)
Gunnar Kristinn Ottósson – Reykjanesbær (aðalmaður)
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson – Reykjanesbær (aðalmaður)
Kjartan Már Kjartansson – Reykjanesbær (varamaður)
Sigurgestur Guðlaugsson – Reykjanesbær (varamaður)
Jón B. Guðnason – Landhelgisgæsla Íslands (aðalmaður)

Lagt var til að Ólafur Þór Ólafsson yrði formaður en Marta Sigurðardóttir varaformaður
Samþykkt samhljóða af öllum fundarmönnum.

Sveinn Valdimarsson situr fundi nefndarinnar sem staðgengill forstjóra Isavia.

 

2. Endurskoðun á Svæðisskipulagi Suðurnesja í samræmi við starfsreglur nefndarinnar.
Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. Starfsreglna svæðisskipulagsnefndar Suðurnesjum skal nefndin að loknum sveitarstjórnarkosningum hverju sinni meta hvort ástæða sé til að endurskoða svæðisskipulagið.

Rætt og ákveðið að nefndarmenn færu yfir málið hver á sínum vettvangi. Málinu frestað til næsta fundar svæðisskipulagsnefndarinnar.

3. Breyting á svæðisskipulagi.
a)  Erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 05.07.2018.
b)  Tölvupóstur frá Þorvaldi Erni Árnasyni, dags. 28.06.2018.
Stefán Gunnar Thors ráðgjafi frá VSÓ fór yfir breytingartillöguna ásamt verkferlið. Ein umsögn barst auk einnar ábendingar þegar breytingartillagan var kynnt. Nefndin um uppfæra breytingartillöguna með hliðsjón af umsögn Skipulagsstofnunar. Þorvaldi Árnasyni er þakkað fyrir ábendinguna.

Nefndin felur ráðgjafa frá VSÓ að vinna áfram að breytingum á Svæðisskipulaginu í samræmi við vinnsluferlið sem kynnt var fundarmönnum. Formanni, ritara og VSÓ falið að svara innsendum erindum vegna ábendingarinnar.

4. Minnisblað vegna nýs vatnsbóls á veitusvæði HS Orku, dags. 20.06.2018.
a) Greindargerð ISOR-18023. Arnarseturssvæði, rannsóknarholur fyrir ferskvatnsvinnslu.
Minnisblaðið lagt fram og rætt af nefnd. Nefndin er sammála því sem fram kemur í minnisblaðinu að stofnaður sé starfshópur með fulltrúum HS Orku og HS Veitum.

Nefndin tilnefnir Mörtu Sigurðardóttir sem aðalmann og Ólaf Þór Ólafsson til vara. Jafnframt er óskað eftir því að ritari nefndarinnar sitji fundina með fyrrnefndum aðilum.

5. Önnur mál.
Bréf frá skipulagsyfirvöldum á Keflavíkurflugvelli. Sveinn Valdimarsson skipulagsfulltrúi fylgdi erindinu eftir. Um að ræða breytingu á deiliskipulagi Keflavíkurflugvallar  – Vestursvæði/Flugstöðvarsvæðið og breytingar á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar.

Svæðisskipulagsnefndin gerir ekki athugasemdir við tillögu Isavia og telur að hún falli að svæðisskipulagi Suðurnesja.

Ekki er fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:00.