fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

21. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

21. fundur

21. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var fimmtudaginn 5.desember 2019, kl. 16:00. Fundarstaður var skrifstofa Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbær.

Mætt eru: Ólafur Þór Ólafsson, Sveinn Valdimarsson, Gunnar K. Ottósson, Kristinn Benediktsson, Guðmundur Pálsson, Ingþór Guðmundsson, Guðmundur Björnsson, Magnús Stefánsson, Jón B. Guðnason, Ásgeir Eiríksson, Einar Jón Pálsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson boðaði forföll.

Ólafur Þór Ólafsson formaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna. 

Dagskrá:

 • Undirritun fundargerðar nr. 20, dags. 23.09.2019.

Fundargerð hafði verið send nefndarmönnum með rafrænum hætti fyrir fundinn. Var hún samþykkt samhljóða.

 • Umsagnir um tillögu að breytingum á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024.
  • Tölvupóstur dags. 30.08.2019 frá Sveitarfélaginu Vogum.
  • Bréf dags. 29.08.2019 frá Grindavíkurbæ.
  • Bréf dags. 30.08.2019 frá Isavia.
  • Bréf dags. 28.08.2019 frá Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar.
  • Bréf dags. 16.08.2019 frá Landshelgisgæslu Íslands.
  • Bréf dags. 08.08.2019 frá Garðabæ.
  • Bréf dags. 20.09.2019 frá Umhverfisstofnun.
  • Bréf dags. 16.09.2019 frá Samgöngustofu.
  • Bréf dags. 06.09.2019 frá Hs veitum hf.
  • Bréf dags. 02.09.2019 frá Suðurnesjabæ.
  • Bréf dags. 23.09.2019 frá Reykjanesbæ.
  • Bréf dags. 05.09.2019 frá Reykjanesbæ.
  • Tölvupóstur dags. 24.09.2019 frá Skipulagsstofnun.

Stefán Gunnar Thors frá VSÓ fór umsagnir sem bárust við auglýsingu um breytingu á Svæðisskipulagi Suðurnesja. Bregðast þarf við umsögnum frá Samgöngustofu, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og HS Veitum.

h.  Varðandi umsögn Samgöngustofu er það niðurstaða nefndarinnar að svæðisskipulagsbreyting fjallar ekki um einstakar framkvæmdir innan flugvallarsvæðisins, þannig ekki er unnt að bregðast við athugasemdum sem snúa að því. Þá vísar nefndin til draga að skipulagsreglum fyrir Keflavíkurflugvöll, sem fylgja breytingartillögunni, ásamt öðrum tilvísunum í kröfur um starfsemi á flugvellinum.

m. Brugðist er við ábendingu Skipulagsstofnunar með því að telja upp gögn sem fylgja skipulagsreglum Keflavíkurflugvallar.

g.  Brugðist er við umsögn Umhverfisstofnunar með því að fjalla um möguleg áhrif breytingartillögu á grunnvatnshlot.

i     Varðandi athugasemd HS Veitna samþykkir nefndina að bæta við heimild til að nýta vatnsból við Árnarétt til loka skipulagstímabils sem er til 2024. Afstaða til lengri nýtingartíma verður tekin í endurskoðun svæðisskipulagsins.

Aðrir aðilar gerðu ekki athugasemdir við breytingartillögu og krefst því ekki viðbragða af hálfu svæðisskipulagsnefndar.

Í samræmi við 25. gr. skipulagslaga og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana, samþykkir svæðisskipulagsnefnd breytingar á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024, að teknu tilliti til umsagna og niðurstöðu umhverfismats. 

Formanni og ritara falið að senda viðbrögð nefndarinnar til umsagnaraðila.

Ritara falið að senda tillögu svæðisskipulagsnefndar ásamt umsögnum og viðbrögðum við þeim, til hlutaðeigandi sveitarstjórnar og aðila til samþykktar.

 • Bréf dags. 07.11.2019 frá Sveitarfélaginu Vogum v. kynningar á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 og tillaga að deiliskipulagi umhverfisskýrslu vegna nýs vatnsbóls.

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir engar athugasemdir við tillögu á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga.

 • Afrit af bréfi til Landhelgisgæslu Íslands, dags. 16.08.2019 frá Samgöngustofu. Varðandi tillögu að deiliskipulagi öryggissvæðis á Keflavíkurflugvelli.

Lagt fram til kynningar.

 • Skýrsla um flugvöll í Hvassahrauni.

Formaður nefndarinnar Eyjólfur Árni Rafnsson hélt kynningarfund þann 18.nóvember s.l. á skýrslunni um flugvöll í Hvassahrauni. Nefndarmönnum Svæðisskipulags Suðurnesja auk annarra sveitarstjórnarmanna var boðið á fundinn. Fundarmenn komu að athugasemdum á fundinum en þær lutu m.a. að vatnsvernd í Hvassahrauni. Þær athugasemdir skiluðu sér inn í samkomulag um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Skýrslan sjálf var svo kynnt almenningi 28. nóvember s.l.

Lagt fram til kynningar.

 • Önnur mál

Nefndin ræddi breytingar á samþykktum Svæðisskipulags Suðurnesja er lúta að undirritun fundargerða.

Ekki er fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:10