26. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja
26. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var mánudaginn 18. október 2021, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Áshildur Linnet, Guðmundur Pálsson, Fannar Jónasson, Sveinn Valdimarsson, Gunnar K. Ottósson, Magnús Stefánsson, Fannar Jónasson, Guðmundur Björnsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Forföll boðuðu Guðlaugur H. Sigurjónsson, Lilja Sigmarsdóttir, Jón B. Guðnason, Jón Ben Einarsson og Laufey Erlendsdóttir
Áshildur Linnet formaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
- Endurskoðun á Svæðisskipulagi Suðurnesja, umsagnir:
a)Skipulagsstofnun, bréf dags. 08.10.2021
b) Kadeco, umsögn dags. 10.10.2021.
c) Umhverfisstofnun, dags. 11.10.2021.
d) Reykjanesbær, dags. 06.10.2021.
e) Landsnet, dags. 11.10.2021.
f) Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 11.10.2021.
g) Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, dags, 08.10.2021.
h) Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar, dags. 07.10.2021.
i) Suðurnesjabær, dags. 01.10.2021
j)Landvernd óskaði eftir fresti til 21.október 2021 til að skila inn umsögn með tölvupósti dags. 14.10.2021.
k) Ölfus, óskaði eftir fresti.
Farið yfir þær níu umsagnir sem bárust á kynningartíma lýsingar. Umsagnir bárust frá Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar, Kadeco, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Skipulagsstofnun, heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og Landsneti. Í umsögnum var m.a. bent á gögn sem nýtast áframhaldandi skipulagsvinnu, viðfangsefnum sem lagt er til að fjallað verði um og umhverfisáhrif. Umsagnir koma til með að nýtast vel í skipulagsvinnunni og skerpa á þeim viðfangsefnum sem þar verður fjallað um. Landvernd og sveitarfélagið Ölfus óskuðu eftir fresti til að skila umsögn, og var frestur veittur.
- Tölvupóstur frá Grindavíkurbæ, dags. 03.09.2021 v. beiðni um umsögn á aðalskipulagsbreytingum í Grindavík vegna ÍÞ2þ
- Tölvupóstur frá ritara Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja dags. 10.09.2021.
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemdir við tillögu um breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032.
- Tölvupóstur frá Reykjanesbæ dags. 23.09.2021, beiðni um umsögn vegna vinnslutillögu að breytingu á aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi.
- Tölvupóstur frá Reykjanesbæ, dags. 09.09.2021 vegna umsagnar á aðalskipulagi Reykjanesbæjar og nýju deiliskipulagi vegna fiskeldis á Reykjanesi.
- Önnur mál.
Ekki er fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:20.