fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

396. fundur SSS 11. janúar 1996

Árið 1996 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 11. janúar 1996 kl. 15.00.

Mætt eru:  Óskar Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Drífa Sigfúsdóttir, Hallgrímur Bogason, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir, ritari.

Dagskrá:

1. Bréf dags. 28/12 1995 frá Þroskahjálp á Suðurnesjum.
Þórunn Benediktsdóttir framkv.stjóri Þ.S. kom á fundinn og skýrði frá rekstri félagsins.  Í bréfinu er þess farið á leit við stjórn S.S.S. að hún taki þátt í launagreiðslum Þ.S. sem svarar 120 þúsund kr. á mánuði.
Samþykkt að senda erindið til sveitarstjórnanna til afgreiðslu og hver afgreiði beiðnina fyrir sig.

2.  Endurskoðun samninga um D-álmu.
Svör sveitarstjórna.
Borist hafa svör frá sveitarstjórnunum 5 sem hafa allar veitt stjórn S.S.S. umboð til að fara í viðræður um endurskoðun  samnings um byggingu D-álmu.
Stjórn S.S.S. ákveður að fela Jóni Gunnarssyni, Drífu Sigfúsdóttur og Sigurði Val Ásbjarnarsyni að halda áfram viðræðum við hlutaðeigandi aðila um endurskoðun á gildandi samningi sem allra fyrst.

3. Bréf dags. 7/12 1995 frá Alþingi ásamt frumvarpi til laga um jarðamál.  Lagt fram.

4. Bréf dags. 4/1 1996 frá Hestamannafélaginu Mána varðandi ósk um styrk til reiðvegaframkvæmda a.m.k. kr. 700.000.00.  Erindið sent til sveitarstjórnanna til afgreiðslu og afgreiði hver beiðnina fyrir sig.

5.  Fundargerð Starfskjaranefndar S.S.S. frá 29/12 1995, lögð fram og samþykkt.

6. Fundargerðir Launanefndar S.S.S. frá 12/12, 20/12, 29/12 1995 og 4/1 1996, lagðar fram og samþykktar.

7. Bréf Veðurstofu Íslands dags. 28/11 1995.  Áður á dagskrá 14/12 1995 en afgreiðslu frestað.
Upplýst er að málið er í vinnslu hjá H.S. því ekki  ástæða til að aðhafast neitt í málinu að sinni.

8. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum lið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.50.