397. fundur SSS 25. janúar 1996
Árið 1996 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 25. janúar kl. 15.00.
Mætt eru: Óskar Gunnarsson, Sigurður Ingvarsson, Drífa Sigfúsdóttir, Hallgrímur Bogason, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna María Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Tillaga fjárhagsnefndar S.S.S. að fjárhagsáætlunum sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 1996. Fyrri umræða.
Sigurður Jónsson og Jón Gunnar Stefánsson fulltrúar í Fjárhagsnefnd S.S.S. sátu fundinn undir þessum lið. Formaður kynnti tillögurnar og lagði fram fundargerðir Fjárhagsnefndar S.S.S. 120. – 129. fundar. Fjárhagsáætlun rædd og henni vísað til seinni umræðu sem verður 1. febrúar. Sigurður Ingvarsson og Jón Gunnar Stefánsson véku af fundi.
2. Bréf dags. 3/1 1996 frá Sigurði Jónssyni sveitarstjóra Gerðahrepps ásamt reglum um álagningu gjalda fyrir árið 1996. Lagt fram.
3. Bréf dags. 8/1 1996 frá Landvernd varðandi friðun og landgræðslu á Reykjanesskaga. Sams konar bréf sent sveitarfélögunum. Lagt fram.
4. Bréf dags. 11/1 1996 frá Umhverfisráðuneytinu varðandi starfsrækslu náttúrustofu í Reykjaneskjördæmi. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
5. Bréf (afrit) dags. 1/11 1995 frá Hjalta Jóhannessyni framkv.stjóra Eyþings ásamt fylgiskjali, varðandi starfslok fræðsluskrifstofa. Lagt fram.
Einnig var lagt fram bréf um yfirfærslu grunnskólakostnaðar frá ríki til sveitarfélaga.
6. Fundargerð Launanefndar S.S.S. frá 8/1 1996 lögð fram og samþykkt.
7. Fundargerð Starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B.frá 18/1 1996 lögð fram og samþykkt.
8. Uppgjör vegna atvinnuþróunarmála 1995.
Ákveðin hugmynd rædd og tillaga þar að lútandi verður lögð fram á næsta fundi.
9. Sameiginleg mál.
Ákveðið að bjóða sveitarstjórnarmönnum af höfuðborgarsvæðinu í heimsókn 8. mars n.k.
Rætt um að S.S.S. standi fyrir fundi um almenningssamgöngur milli sveitarfélaganna og flugvallarsvæðis.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.25.