411. fundur SSS 21. nóvember 1996
Árið 1996 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 21.nóvember kl. 17.30.
Mætt eru: Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Pétur Brynjarsson, Hallgrímur Bogason, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna María Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Málefni D-álmu.
Samningur um viðbyggingu við HSS og byggingu D-álmu við SHS í Reykjanesbæ og samkomulag um rekstur heilbrigðisstofnana á Suðurnesjum.
Stjórn S.S.S. leggur til við sveitarstjórnirnar á Suðurnesjum að samningur dags. 18.11. 1996 verði samþykktur.
2. Bréf dags. 11/11 1996 frá heilbrigðisráðuneytinu ásamt drögum að frumvarpi til laga um hollustuhætti.
Drífu Sigfúsdóttur og Jóni Gunnarssyni falið að koma með drög að umsögn um frumvarpið á næsta fund.
3. Bréf dags. 4/11 1996 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ásamt þingsáætlunartillögu um veiðileyfagjald, 3. mál.
Afgreiðslu frestað til næsta fundnar.
4. Bréf dags. 12/11 1996 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins, 71. mál, sala embættisbústaða. Pétri Brynjarssyni falið að koma með drög að umsögn um frumvarpið á næsta fund.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.30.