fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

417. fundur SSS 27. febrúar 1997

 Árið 1997 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 27. febrúar kl. 15.00.

Mætt eru:  Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Pétur Brynjarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna María Einarsdóttir ritari..

Dagskrá:

1. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 23/1 1997 lögð fram.

2. Fundargerðir starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B. frá 29/1 og 19/2 1997 lagðar fram og samþykktar.

3. Afgreiðslur sveitarfélaga á fjárhagsáætlunum sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 1997.
Fyrir liggur að fjárhagsáætlanirnar hafa verið samþykktar í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum.

4. Bréf dags. 3/2 1997 frá MOA ásamt bréfi frá Vegvísum ehf. ásamt beiðni um styrk til uppsetningar á skiltum.  Erindinu hafnað.

5. Bréf dags. 11/2 1997 frá Jóhanni Einvarðssyni framkv.stj. SHS varðandi undirskrift samnings um byggingu D-álmu.  Lagt fram.

6. Bréf dags. 17/2 1997 frá stjórn Sögufélags Suðurnesja þar sem félagið sækir um kr. 500.000.- styrk. til ritunar sögu Suðurnesja fyrir 1800.  Erindinu hafnað.

7. Bréf dags. 5/2 1997 frá Eyþingi varðandi byggðarráðstefnu sem haldinn verður 10-11. apríl á Akureyri.  Lagt fram.

8. Bréf dags. 10/2 1997 frá Eyþingi þar sem minnt er á aðalfund Eyþings sem haldinn verður 5. og 6. júní.  Formanni og/eða framkvæmdastjóra falið að fara á fundinn ef því verður við komið.

9. Bréf dags. 17/2 1997 frá SASS þar sem S.S.S. er boðið að sitja aðalfund SASS 4. og 5. apríl n.k.  formanni og/eða framkvæmdastjóra falið að sitja fundinn ef því verður við komið.

10. Bréf dags. 4/2 1997 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt samkomulagi um vinnutíma skv. tilskipun EES.  Lagt fram.

11. Bréf dags. 27/1 1997 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt gögnum frá fundi um lífeyrissjóðsmál sveitarfélaga.  Lagt fram.

12. Bréf dags. 11/2 1997 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um lífeyrissjóðsiðgjöld nýráðinna starfsmanna.  Lagt fram.

13. Bréf dags. 19/2 1997 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi ferlimál fatlaðra.  Lagt fram.

14. Bréf dags. 5/2 1997 frá allsherjarnefnd Alþingis ásamt þingsályktunartillögu um staðsetningu ríkisstofnana á landsbyggðinni, 162. mál.   Lagt fram.

15. Bréf dags. 4/2 1997 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um almenningsbókasöfn, 238. mál. heildarlög.  Lagt fram.

16. Bréf dags. 4/2 1997 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, 256. mál. Lagt fram.

17. Samningur um D-álmu er tilbúinn og undirritaður af sveitarfélögunum.

18. Framtíðarskipan öldrunarmála á Suðurnesjum.  M.a. tillaga öldrunarnefndar dags. 23/1 1997 sbr. fundargerð (V-5) um framtíðarskipan öldrunarmála á Suðurnesjum.  Framkvæmdastjóra falið að taka saman lista yfir þá þjónustu sem sveitarfélögin bjóða upp á fyrir eldri borgara hvert um sig og sameiginlega.

19. Sameiginleg mál.
Umræður fóru fram um byggingar- , skipulags- og umhverfisnefnd varnarsvæða í framhaldi af fundi sem umhverfisnefnd Alþingis boðaði nokkra aðila til varðandi starfssvið nefndarinnar og frumvarp til laga um bygginga og skipulagsmál.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.50.