418. fundur SSS 24. mars 1997
Árið 1997 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, mánudaginn 24. mars kl. 15.00.
Mætt eru: Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Ingvarsson, Hallgrímur Bogason, Pétur Brynjarsson, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari. Aðalmaður og varamaður Vatnsleysustrandarhrepps boðuðu forföll.
Dagskrá:
1. Fundargerð Starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B. frá 5/3 1997, samþykkt.
2. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 13/3 1997 ásamt rekstrar og framkvæmdayfirliti og lokauppgjöri dags. 28/2 1997, samþykkt.
3. Bréf dags. 21/2 1997 frá Reykjanesbæ varðandi erindi Hestamannafélagsins Mána um undirgöng undir nýja Garðveginn. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að mótmæla við þingmenn kjördæmisins um niðurskurð á viðkomandi framkvæmdum.
4. Bréf (2) dags. 7/3 1997 frá Gerðahreppi.
A) varðandi erindi Hestamannafélagsins Mána um undirgöng undir nýja Garðveginn þar sem hreppsnefnd Gerðahrepps leggur höfuðáherslu á að staðið verði við að nýji vegurinn frá Reykjanesbraut verði tengdur Garðveginum eins og hönnunin gerir ráð fyrir. Hreppsnefnd tekur undir þau sjónarmið að við nýframkvæmdir í vegamálum sé öryggissjónar-miðum gætt í hvívetna.
B) Varðandi fundargerð Öldrunarnefndar Suðurnesja frá 23/1 1997. Varðandi 2. mál í fundargerðinni vill hreppsnefnd Gerðahrepps að beðið verði með að skipa nefnd þar til það liggur ljóst fyrir hvort öll sveitarfélögin ætli að vera með í þessu samstarfi.
5. Bréf dags. 18/3 1997 frá undirbúningshópi um ráðstefnu um byggðamál. Ákveðið að dagsetning ráðstefnunnar verði 22. og 23. apríl n.k.
6. Bréf dags. 12/3 1997 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt þingsályktunartillögu um sölu afla á fiskmörkuðum, 202. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu í málinu.
7. Bréf (afrit) dags. 11/3 1997 frá Eyþingi varðandi málefni héraðs-sjúkrahúsa á landsbyggðinni.
8. Bréf (afrit) dags. 11/3 1997 frá SSNV varðandi jöfnun námskostnaðar framhaldsskólanemenda.
9. Framtíðarskipan öldrunarmála á Suðurnesjum, framhald frá síðasta fundi. Ákveðið að vinna að málinu milli funda.
10. Framkvæmd samnings um D-álmu.
Stjórnin lýsir ánægju sinni með að búið er að undirrita samning um byggingu D-álmu. Undirritaður hefur verið samningur um byggingu
D-álmu því telur stjórn S.S.S. brýnt að skipuð verði ný bygginganefnd sem allra fyrst.
11. Sameiginleg mál.
Rætt um fulltrúaráðsfund Sambands ísl. sveitarfélaga 21. – 22. mars s.l. og ályktanir lagðar fram frá fundinum.
Rætt um aðstöðumun fatlaðra með tilliti til staðsetningar stofnana innan svæðisins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.20.