fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

419. fundur SSS 8. maí 1997

 Árið 1997 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 8. maí, kl. 11.00.

Mætt eru:  Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Pétur Brynjarsson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna María Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerðir starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B. frá 28/4 og 30/4 1997 samþykktar.
Stjórn S.S.S. telur heppilegra að starfskjaramálefni fái hraðari afgreiðslu í nefndunum en verið hefur að undanförnu.  Sigurði Jónssyni falið að ræða við fulltrúa S.S.S. í starfsmatsnefnd og starfskjaranefnd um framgang þessara mála.

2. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 15/4 1997 lögð fram og samþykkt.

3. Bréf dags. 2/4 1997 frá heilbrigðisráðherra þar sem ákveðið er að skipa Ingimar Einarsson formann byggingarnefndar D-álmu Sjúkrahúss Suðurnesja í stað Símonar Steingrímssonar.

4. Bréf dags. 3/2 1997 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um greiðslu á framlagi af aukafjárlögum vegna kostnaðar- og tekjutilfærslu vegna flutnings grunnskólans.

5. Bréf dags. 18/4 1997 og dagskrá ráðstefnu um varnir gegn áfengis- og vímuefnavandanum. 13. maí n.k. í Reykjavík.  Lagt fram.

6. Bréf (afrit) dags. 25/4 1997 frá Eyþingi varðandi jöfnun námskostnaðar framhaldsskólanema.

7. Bréf dags. 29/4 1997 frá SSH þar sem tilkynnt er að næsti aðalfundur SSH verði 4. okt. n.k.

8. Bréf  dags. 8/4 1997 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, 493. mál, heildarlög.  Stjórn S.S.S. tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

9. Bréf dags. 18/4 1997 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um íþróttalög, 543. mál, heildarlög.
Stjórn S.S.S. leggur til að 2. mgr. í 7. gr. hljóði þannig:
Um byggingastyrki úr sveitarsjóði til íþróttafélaga og íþróttasamtaka fer eftir samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélags hverju sinni.

10. Bréf dags. 18/4 1997 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um bæjarnöfn, 543. mál., örnefnanefnd.
Stjórn S.S.S. tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

11. Bréf dags. 28/4 1997 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um lækkun fasteignaskatta, 540. mál – breyting ýmissa laga.
Stjórn S.S.S. leggur til að framvarpinu verði hafnað

12. Framtíðarskipan öldrunarmála á Suðurnesjum.  Framhald frá síðasta fundi.
Lagðir fram minnispunktar, unnið verður áfram að málinu.

13. Kjarasamningur milli Launanefndar sveitarfélaga og starfsmannafélags Suðurnesjabyggða dags. 30/4 1997. (Afgreiðsla f.h. samrekinna stofnana). Stjórnin samþykkir kjarasamninginn fyrir sitt leyti.

14. Reglur um kattahald.
Ekki hafa borist umsagnir sem beðið hefur verið eftir.  Stjórn S.S.S. ákveður að bíða ekki lengur eftir umsögnunum og felur starfshópi sem unnið hefur að málinu að vinna drög að reglugerð.

15. Húsnæðismál S.S.S. og H.E.S.
Gert grein fyrir stöðu mála.

16. Sameiginleg mál.
Lagt fram bréf frá S.S.H. varðandi heimsókn sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum til höfuðborgarsvæðis 23. maí n.k.

Ákveðið að næstu fundir verði eftirfarandi:

1 4. maí kl. 17.00 verður boðuð stjórn D.S. og framkv.stj., stjórn B.S. og   slökkviliðsstjóri. 
29. maí kl. 15.00.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.30.