fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

494. fundur SSS 15. nóvember 2001

Árið 2001, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 15. nóvember  kl. 17.00 á Fitjum.

Mætt eru: Skúli Þ. Skúlason, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Óskar Gunnarsson,  Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari

Dagskrá:

Stjórnin skipti með sér verkum:
Hallgrímur Bogason, formaður,
Skúli Skúlason, varaformaður,
Óskar Gunnarsson, ritari.

1. Fundargerð Starfskjaranefndar S.T.F.S. og S.S.S. frá 23.10.01. Lögð fram og samþykkt.

2. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra 11.10.01. Lögð fram og samþykkt.

3. Bréf dags. 12/10 ´01 frá Vatnsleysustrandarhreppi varðandi endurskoðun á fjarhagsáætlun. Lagt fram.

4. Bréf dags.  31/10 ´01 frá Eftirlaunasjóði Reykjanesbæjar varðandi greiðslu á skuldbindingum vegna fyrrverandi starfsmanna Heilsugæslustöðvar Suðurnesja. Framkvæmdastjóra falið að skoða málið.

5. Bréf  dags. 25/10 frá Reykjanesbæ þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um tekjuskatt,  eignarskatt ofl. Afgreiðslu frestað.

6. Bréf dags. 23/10 ´01 frá samgöngunefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um fjarskipti, 145. mál, jöfnunargjald, heimtaugar. Stjórnin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

7. Bréf dags. 23/10 ´01 frá iðnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til iðnaðarlaga, 137. mál, iðnráð. Afgreiðslu frestað.

8. Bréf dags. 6/11 ´01 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða, 3 mál, úthlutun aflahlutdeilda o.fl. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

9. Bréf dags. 6/11 ´01 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis  ásamt frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða, 191. mál, krókabátar. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

10. Bréf dags. 6/11 ´01 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis  ásamt frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða, 193. mál, krókaaflamarksbátar. Stjórnin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

11. Bréf dags. 7/11 ´01 frá iðnaðarnefnd Alþingis  ásamt tillögu til þingsályktunar um átak til að treysta byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni, 5. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

12. Bréf dags. 8/11 ´01 frá samgöngunefnd Alþingis  ásamt frumvarpi til laga um leigubifreiðar, 167. mál, heildarlög.  Afgreiðslu frestað.

13. Bréf dags. 8/11 ´01 frá samgöngunefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um póstþjónustu, 168. mál, heildarlög. Stjórnin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

14. Bréf (afrit) dags. 5/11 ´01 frá Hjálmari Árnasyni alþingismanni. Lagt fram.

15. Aðalfundur S.S.S. 2001. Ályktanir og afgreiðslur. Framkvæmdastjóra falið að senda ályktanirnar.

16. Beiðnir um fjárframlög. 
a) Bréf dags. í ágúst frá Val Margeirssyni formanni Suðurnesjadeildar SPOEX varðandi styrk til kaupa á ljósaskáp.
b) Bréf dags. 14/9 ´01 frá Þroskahjálp á Suðurnesjum varðandi fjárstyrk.
Bæði á dagskrá 24/8 ´01 en afgreiðslum frestað.
Stjónin samþykkir að gera ráð fyrir  200.000.- kr. fjárframlagi til Þroskahjálpar á Suðurnesjum.

17. Fundur um stefnumótun í ferðaþjónustu á Suðurnesjum. Stjórnin samþykkir að fá MOA til samstarfs um fundinn.

18. Drög að fjárhagsáætlun S.S.S. lögð fram á fundinum. Drögin send fjárhagsnefnd til umfjöllunar.

19. Sameiginleg mál. Engin bókuð mál undir þessum lið.