fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

538. fundur SSS 12. nóvember 2004

Árið 2004, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn 12. nóvember 2004 kl. 08.00 á Fitjum

Mætt eru:  Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Jón Gunnarsson,  Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
  
Dagskrá:

1. Stjórnin skiptir með sér verkum.
formaður:   Böðvar Jónsson
varaformaður: Jón Gunnarsson
ritari:  Sigurður Jónsson

2. Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 2005. Sigurður Jónsson formaður fjárhagsnefndar SSS kynnti tillögur nefndarinnar. Stjórnin samþykkir fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana ásamt fundargerðum nr. 198 til 205.  Stjórn SSS samþykkir fjárhagsáætlanirnar  og vísar þeim  til afgreiðslu sveitarfélaganna. Ingimundur Guðnason sat fundinn undir þessum lið.

3. Ályktanir aðalfundar S.S.S. lagðar fram á fundinum.

4. Bréf dags. 28/10 ´04 frá Reykjanesbæ ásamt greinargerð þar sem lagt er til að á vegum SSS verði gerð athugun á kostum þess að Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, Kalka, verði gerð að hlutafélagi. Tillagan samþykkt og  framkvæmdastjóra falið að láta vinna úttektina

5. Bréf  (afrit) dags. 21/10 ´04 frá Sveitarfélaginu Garði. Lagt fram.

6. Bréf dags. 8/11 ´04 frá Samgönguráðuneytinu. Lagt fram.

7. Minnisblað dags. 21/10 ´04 frá sameiningarnefnd til samgönguráðherra  varðandi samgöngur á landi og fjarskiptamál í tenglum við sameiningar sveitarfélaga.  Athygli vekur að Suðurnes eru ekki nefnd á áðurnefndi minnisblaði.

8. Bréf dags. 8/11 ´04 frá Ferðamálasamtökum Suðurnesja. Lagt fram.

9. Bréf dags. 15/10 ´04 frá Bændasamtökum Íslands. Hörður Guðbrandsson fór yfir málið.

10. Bréf dags. 20/10 ´04 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um sölu ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf., 4. mál. Stjórnin tekur ekki  afstöðu til frumvarpsins.

11. Bréf dags. 8/11 ´04 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um íþróttaáætlun, 11. mál.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

12. Hagkvæmniskönnun og tillögur að úrbótum – slökkviliðin á Suðurnesjum. Skýrslan lögð fram og verður aftur á dagskrá næsta fundi

13.    Sameiginleg mál.
Samgöngumál. Rætt um að skipuð verði samgöngunefnd á vegum stjórnar SSS.  Ákveðið að fresta til næsta fundar.

Lögð var fram eftirfarandi tillaga:

Í framhaldi af skýrslu sem unnin var á vegum Reykjanesbæjar um samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum og fjölmiðlaumfjöllun í Mbl. í gær, leggja fulltrúar Grindavíkur, Sandgerðis, Garðs og Vatnsleysustrandarhrepps til að skipuð verði 7 manna nefnd sem hefði það hlutverk að fara yfir núverandi stöðu samstarfsins.  Lagt er til að Reykjanesbær skipi 3 fulltrúa, en 1 fulltrúi komi frá hverju hinna sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Nefndin skal fara yfir skýrslu PAREX og afla þeirra upplýsinga sem hún kann að telja nauðsynlegar til að meta gildi samstarfsins fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum bæði gjaldalega, tekjulega, stjórnsýslulega og félagslega.  Nauðsynlegt er að skoða fleiri þætti en þá staðreynd sem fram kemur í skýrslunni, að öll sveitarfélögin á Suðurnesjum greiða hlutfallslega jafnt til samstarfsins.
SSS skal óska eftir tilnefningum sveitarfélaganna og kalla nefndina saman til fyrsta fundar þegar tilnefningar liggja fyrir.

Reykjanesbæ 12.11.2004

Hörður Guðbrandsson
Óskar Gunnarsson
Sigurður Jónsson
Jón Gunnarsson.

Tillagan samþykkt. Ákveðið að óska eftir tilnefningum frá sveitarfélögunum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.30